Vertu með í að breyta áskorun í tækifæri.

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall þar sem allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu fá tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn sérfræðinga. Hraðallinn hefst í þriðja sinn í janúar 2018 og fer fram í Reykjavík. Mikil aukning ferðamanna til landsins felur í sér bæði áskoranir og tækifæri fyrir Íslendinga. Þörf er á faglegri uppbyggingu á innviðum greinarinnar og markvissum stuðningi við ný fyrirtæki til að mæta þessum vexti og skapa sjálfbæra framtíð fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Startup Tourism er samstarfsverkefni Isavia, Íslandsbanka, Bláa Lónsins og Vodafone, sem fjármagna verkefnið, Icelandic Startups sem sér um framkvæmd verkefnisins og Íslenska ferðaklasans.

bakbannst16

Um verkefnið.

 • Hraðall
 • Sprotar
 • Teymið
 • 1.
  Hvað

  Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall þar sem allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu fá tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn sérfræðinga. Hraðallinn hefst í þriðja sinn í janúar 2018 og fer fram í Reykjavík. Opnað verður fyrir umsóknir í september 2017.

  2.
  Af hverju

  Markmið Startup Tourism er að efla frumkvöðlastarf í ferðaþjónustu og ýta undir atvinnu- og verðmætasköpun á Íslandi. Verkefninu er ætlað að stuðla að faglegri undirstöðu hjá nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu og dreifingu ferðamanna í kringum landið, árið um kring.

  3.
  Hvernig

  Startup Tourism stendur yfir í tíu vikur. Þátttakendur fá aðgang að fullútbúinni vinnuaðstöðu á tímabilinu og leiðbeinslu og ráðgjöf frá reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og sérfræðingum. Verkefninu lýkur með kynningum fyrirtækjanna fyrir fullum sal af fjárfestum og lykilaðilum í ferðaþjónustunni.

 • Ice Yoga - Batch 2017

  IceYoga er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á jógaferðir um Ísland. Teymið á bakvið IceYoga samastendur af jógakennurum og leiðsögumanni sem öll eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á ferðalögum og jóga.

  Reykjavík Rainbow Museum - Batch 2017

  Regnbogasafnið í Reykjavík er upplifunarsafn á mærum listar og vísinda, þar sem litir, birta og persónuleg upplifun eru í lykilhlutverki. Safnið verður jafnlokkandi fyrir ferðamenn og fyrir þá sem búa á Íslandi, enda nóg pláss fyrir fjölskylduskemmtun í flórunni. Safnið er komið langt á veg og verður opnað í haust.

  Ferðasjáin - Batch 2017

  Ferðasjáin er leitarvél sem finnur draumaferðina út frá óskum og sérþörfum sem byggjast á alhliða gögnum um áfangastaði. Með aðgang að raunsönnum upplýsingum hefur notandinn fullkomna yfirsýn yfir þá áfangastaði sem henta honum fullkomnlega. Hafðu heiminn í höndum þér!

  Hælið - Batch 2017

  Saga berkla á Íslandi og þeirra sem þá upplifðu verður sögð á HÆLINU – setri um sögu berkla á Kristnesi í Eyjafirði. Á sýningunni verður lögð áhersla á sjónræna framsetningu og upplifun. Einnig verður kaffihús á staðnum. HÆLIÐ setur um sögu berklanna opnar vorið 2018 og verður kærkomin viðbót í menningarafþreyingu svæðisins.

  Siglo Ski Lodge - Batch 2017

  Siglo Ski Lodge er í senn áfangastaður, miðstöð og upplýsingamiðlun fyrir náttúruunnendur. Með reynslu teymisins í bland við þekkingu heimamanna vilja þau nýta þá möguleika sem náttúruparadísin Tröllaskaginn hefur uppá að bjóða. Fyrirtækið býður upp á þjónustu og afþreyingu í útvist og leiðsögn allan ársins hring fyrir erlenda ferðamenn sem og Íslendinga.

  Sólvangur Icelandic Horse Center - Batch 2017

  Sólvangur Icelandic Horse Center er fjölskyldurekinn hestabúgarður við Eyrarbakka á Suðurströnd Íslands. Þau bjóða gestum upp á að skyggnast inn í þeirra heim með reiðkennslu við allra hæfi og gistingu í smáhýsum. Einnig geta gestir komið við í Litla Hestabúðin sem verður í senn kaffihús og minjagripaverslun, þar sem allt snýst um hestinn.

  Deaf Iceland - Batch 2017

  Deaf Iceland ætlar að bjóða döff ferðamönnum að upplifa Ísland á forsendum táknmálsins. Þau eru brautryðjendur hvað varðar slíka þjónustu í heiminum og búa yfir sterku tengslaneti. Þar að auki líta þau á fyrirtækið sem atvinnuskapandi vettvang fyrir heyrnalausa á Íslandi.

  My Shopover - Batch 2017

  My Shopover mun bjóða ferðamönnun persónulega ráðgjöf í gegnum vefsíðu þegar kemur að því að versla í ókunnugu landi. Hugmyndarfræði My Shopover er að tengja konur við persónulegan verslunarráðgjafa sem ráðleggur þeim með skjótum hætti hvar þær finna það sem þær óska.

  The Cave People - Batch 2017

  Laugarvatnshellar eru staðsettir í miðjum gullna hringnum og hefur fyrirtækið The Cave People nú endurgert hellana í þeirri mynd sem þeir voru í þegar búið var í þeim. Boðið er upp á ferðir með leiðsögn um hellana og saga ábúenda gerð ljóslifandi auk þess sem minjagripi og veitingar eru til sölu.

  Traustholtshólmi - Batch 2016

  Traustholtshólmi er einstök eyja í Þjórsá sem lengi hefur verið í eigu fjölskyldu Hákonar. Hákon hefur þróað sjálfbæran og umhverfisvænan áfangastað þar sem ferðamenn fá tækifæri til að upplifa lífið á eyjunni.

  Coldspot - Batch 2016

  Coldspot boðar nýjan ferðamáta því hver ferð verður einstakt sambland af, líkamlegri áskorun, ferðalagi inn á við, mögnuðum upplifunum í stórbrotinni náttúru og stafrænni afeitrun eða „digital detoxing“.

  Bergrisi - Batch 2016

  Bergrisi hefur á síðastliðnum þremur árum þróað hugbúnaðinn Álfheima en hann heldur utan um rafræn viðskipti. Viðskiptavinir geta auðveldlega fylgst með sölu á þjónustu sinni hvort sem um ræðir aðgang að sturtu, þvottavél eða safni.

  Arctic Trip - Batch 2016

  Halla varð ástfangin af Grímsey við fyrstu sýn – og vill deila þessari náttúruperlu með fleirum og hefur með það að leiðarljósi skipulagt nýstárlegar og samfélagslega ábyrgar ferðir á og við Grímsey í gegnum fyrirtækið sitt Arctic Trip.

  Buubble - Batch 2016

  Viltu kúra í gegnsærri náttúrukúlu? Róbert Sveinn Róbertsson er stofnandi og eigandi Buubble en hann býður ferðamönnum upp á að upplifa 5 milljóna stjörnu hótels í íslenskri náttúru.

  Adventure Horse Extreme - Batch 2016

  Aníta lærði að sitja á hestbaki áður en hún byrjaði að ganga! Nei, nú ýkjum við aðeins en hún er sannkallaður knapi. Aníta tók þátt í lengstu og hættulegustu kappreið heims í Mongólíu og er að setja upp sambærilega kappreið á Íslandi. Skoðið fyrstu hestaferðina sem fyrirtækið býður upp á á heimasíðu Adventure Horse Extreme!

  Jaðarmiðlun - Batch 2016

  Jaðarmiðlun er teymi frumkvöðla sem vinnur að uppsetningu sýningar sem sameinar tækni, vísindi, þjóðsögur, náttúru og listir til að skapa ævintýralega veröld sem hingað til hefur verið mannfólki hulinn.

  Happyworld - Batch 2016

  Aníta og Róbert eru stofnendur Happyworld. Þau hafa ákveðið á að nýta sér vind og veðráttu Íslands til þess að bjóða upp flug og svifíþróttaferðir.

  Criss Cross - Batch 2016

  Sigríður og Ólöf eru sælkerarnir á bak við Criss Cross en þær ætla að bjóða upp á matarferðir um Vesturland. Sérstök áhersla er lögð á matarvörur beint frá bónda með tengingu við uppruna matarins og innlenda matarmenningu.

  Book Iceland - Batch 2016

  Örlygur Hnefill Örlygsson er stofnandi og framkvæmdastjóri Book Iceland, sem býður gistiheimilum og hótelum ódýrar bókunarlausnir með áherslu á samfélagslega ábyrgð. Örlygur er frá Húsavík og auk þess að vera eiginmaður og faðir er hann mikill áhugamaður um geimferðir.

 • Salóme Guðmundsdóttir Framkvæmdastjóri Icelandic Startups

  salome@icelandicstartups.is
  +354 8698001

  Svava Björk Ólafsdóttir verkefnastjóri Startup Tourism

  svava@icelandicstartups.is
  +354 6953918

  Sunna Halla Einarsdóttir Fjármálastjóri Icelandic Startups

  sunna@icelandicstartups.is

  Haraldur Þórir Hugosson

  haraldur@icelandicstartups.is

  Elsa Ýr Bernhardsdóttir

  elsa@icelandicstartups.is

  Jón Ragnar Jónsson

  jon@icelandicstartups.is

  Edda Konráðsdóttir

  edda@icelandicstartups.is

Virði.

Hlutverk okkar er að hraða ferli við þróun viðskiptahugmynda.

Leiðbeinsla

Einkafundir með fjölda sérfræðinga, þar á meðal fjárfesta og reyndra frumkvöðla.

Vinnuaðstaða

Þátttakendur fá aðgang að fullútbúinni vinnuaðstöðu á tímabilinu.

Aðstoð

Fyrirtækjunum stendur jafnframt til boða þjálfun og fræðsla á fjölbreyttum sviðum sem er til þess fallin að hraða þróun viðskiptahugmyndanna.

Demo day

Þessu til viðbótar gefst fjöldi tækifæra til tengslamyndunar sem reynst hefur dýrmætt veganesti fyrir ný fyrirtæki.

Mentorar.

News.

Startup Tourism's Twitter avatar
Startup Tourism
@StartupTourism

Þátttakendur > IceYoga er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á jógaferðir um Ísland með áherslu á að njóta og upp… t.co/oBtJX4sgPc

Startup Tourism's Twitter avatar
Startup Tourism
@StartupTourism

Þátttakendur > Siglo Ski Lodge verður í senn áfangastaður, miðstöð og upplýsingamiðlun fyrir náttúruunnendur á Norð… t.co/zfnX4NUIfY

Startup Tourism's Twitter avatar
Startup Tourism
@StartupTourism

Þátttakendur > SWAGL "Shop With a Great Local" mun bjóða ferðamönnun ráðgjöf í gegnum vefsíðu þegar kemur að því að… t.co/N8TJjQHKbh

Startup Tourism's Twitter avatar
Startup Tourism
@StartupTourism

Þátttakendur > Regnbogasafnið í Reykjavík er upplifunarsafn á mærum listar og vísinda! #StartupTourism t.co/AuTwZ4U8fQ

Show Media
Tweet Media
Startup Tourism's Twitter avatar
Startup Tourism
@StartupTourism

Þátttakendur > Ferðasjáin er leitarvél sem finnur draumaferðina út frá óskum og sérþörfum! #StartupTourism t.co/CzQjHmLA9l

Show Media
Tweet Media

Hafðu samband.

 • Dunhagi 5
  105, Reykjavík
 • +354 6953918
  9am - 5pm Mon - Fri
 • svava@icelandicstartups.is
  Sendu okkur línu

Segðu hæ.

Send
 
Reset
 

Takk fyrir póstinn!

* Please fill all fields correctly.